Fundur Foreldrafélags Tjarnar (7. nóvember 2017)
GUÐMUNDUR ANDRI HJÁLMARSSON·8. NÓVEMBER 2017
Fundarstaður: Tjarnarborg.
Fundartími: 17.00, 7. nóvember 2017.
Fundarmenn: Hulda Ásgeirsdóttir (leikskólastjóri), Rósa Birgitta Ísfeld (mamma Jónatans), Júlía Mogensen (mamma Ólafs Braga), Sigrun Birgisdottir (mamma Ólafs Birgis), Silla Stál (Sigurlaug, mamma Sóleyjar) og Guðmundur Andri Hjálmarsson (Andri, pabbi Kára Hrafns).
Á haustfundi leikskólans þann 14. október sl. komu tveir nýjir fulltrúar í stjórn foreldrafélagsins. Það eru þær María Stefánsdóttir mamma Gunnars Magnúsar í Miðhúsi og Silja Hrund Einarsdóttir mamma Elvars í Miðhúsi. Á fundinum var samþykkt að hækka ársgjaldið úr 4000 kr. í 4500 kr.