Síðasta föstudag hættu mörg börn hjá okkur í leikskólanum Tjörn og hefja þau grunnskólagöngu á næstu dögum. Það er erfitt að kveðja börn og fjölskyldur þeirra en ánægjulegt að horfa á eftir þeim tilbúin að takast á við næsta skólastig
Nú er komið að aðlögun nýrra barna og eru að koma ný börn inn á allar deildir leikskólans. Aðlögunarferlið er með breyttu sniði vegna sóttvarna og fer aðlögun fram að miklu leyti úti.