Mikilvægt er að börnin læri að umgangast náttúruna af virðingu og með opnum huga/athygli. Héðan er stutt að fara í skoðunarferðir því Tjörnin “okkar” er í túninu hjá okkur og umhverfi okkar býður upp á óendanlega möguleika. Hér í göngufæri er m.a. Hljómskálagarðurinn, kirkjugarðurinn, Austurvöllur og Arnarhóll.
Markmið:
- við lærum/(æfum okkur í) að bera virðingu fyrir náttúrunni
- við kynnumst nánasta umhverfi, dýra- og plöntulífi
- sjáum hvernig náttúran breytist í takt við árstíðirnar fjórar; sumar, vetur, vor og haust
Leiðir:
Við förum einu sinni í viku í vettvangsferðir. Í þessum ferðum er vakin athygli á því sem fyrir augu ber og stundum viðum við að okkur efnivið sem við vinnum með í leikskólanum. Fuglalífið á tjörninni er með fjölskrúðugasta móti og því liggur beint við að heimsækja og fræða börnin um fuglana okkar; svanina, gæsirnar og endurnar.
Einnig förum við í fjöruferð þar sem við rýnum í lífríki fjöruborðsins.