Val er rammi utan um frjálsa leikinn. Valstundir gefa börnunum kost á fjölbreyttum verkefnum. Húsnæði og búnaður leikskólans nýtast vel. Börnin æfast í að taka ákvarðanir sem snúa að þeim sjálfum og bera ábyrgð á þeim.Þau æfa sig í að velja á milli valkosta. Valsvæðin eru fimm til átta og fyrir hvert valsvæði eru þar til gerð spjöld. Börnin skiptast á að byrja valið. Með því er tryggt að allir hafi jafna möguleika á að velja sér það sem þeir helst vilja.