Könnunarleikur tengist könnunarnámi þar sem virkni barnsins er mikilvæg, möguleika og lausna er leitað og áherslan á ferlið fremur en staðreyndir, enginn niðurstaða er rétt eða röng. Markmið könnunarleiksins er að börnin læri á eigin forsendum án þess að hinn fullorðni skipti sér of mikið af þróuninni. Einnig að hverju barni gefst tækifæri á að rannsaka og komast að niðurstöðu um umhverfi sitt.
Börnin hafa ríka þörf fyrir að hreyfa sig frjálst og hreyfing stuðlar að andlegri og líkamlegri vellíðan. Leikir og daglegar athafnir styrkja fín og grófhreyfingar barnsins. Barnið notar smærri vöðva til að lita, mála, klippa, byggja úr kubbum, klæða brúðu og þræða perlur. Samhæfing augna og handa eflist og barnið á auðveldara með t.d. að smíða, kasta og grípa. Leikir sem reyna stærri vöðva líkamans og grófhreyfingar eru t.d. þegar barnið skríður, hoppar, hleypur, sparkar bolta og klifrar.
Markmið:
Leiðir:
Hreyfing tengist öðrum námssviðum eins og tónlist, myndlist og umhverfi og náttúru. í Tjörn er salurinn okkar notaður í hreyfiuppeldi. Þar eru klifurgrind, dýnur, boltar o.fl. Og gleymum ekki stigunum! Þeir eru gott tæki til að örva hreyfiþroskann.
Börnin fara út á hverjum degi, yngri börnin fyrir hádegi, þau eldri eftir hádegi. Útiveran er misjafnlega löng eftir árstíðum, veðri og vindum.
Í útiveru fá börnin hreyfingu og útrás og þar hafa þau frelsi til að hreyfa sig með rýmri hætti en inni. Þau kynnast því hvernig umhverfið breytist eftir árstíðum. Í vettvangsferðum förum við í lengri eða styttri gönguferðir.