Markviss málörvun er rauður þráður í leikskólauppeldi. Málrækt örvar og eykur málvitund, tjáningu, málskilning og framsögn á íslensku máli og er undanfari þess að læra að lesa. Ef við höfum gott vald á móðurmálinu, höfum við vald á umhverfi okkar og samskipti við aðra verða örugg og góð.
Markmið:
Leiðir:
Í Tjörn er lögð áhersla á að málaumhverfið sé krefjandi og hvetjandi og að málið sé notað í öllu daglegu starfi. Börnin eru hvött til að spyrja spurninga segja frá og hlusta. Lesið er fyrir börnin og þau hafa greiðan aðgang að bókum til að skoða og “lesa”.
Sjá læsisáætlun á heimasíðu sem er í stöðugri þróun!
Námssvið leikskóla eru áhersluþættir í leikskólauppeldi. Þau eru hreyfing, málrækt, myndsköpun, tónlist, náttúra og umhverfi, menning og samfélag. Námssviðin skarast og eru samofin undirstöðuþáttum leikskólastarfs: leik, daglegri umönnun og almennri lífsleikni (Aðalnámskrá leikskóla ´99).
Sjá nýja menntastefnu Reykjavíkur - menntastefna.is