Í hópastarfi er unnið markvisst með námssviðin samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla. Þar gefst kennurum tækifæri til að hafa yfirsýn yfir hópinn og getu hvers barns. Börnin vinna saman í litlum hópum og finna þá betur til sín bæði sem einstaklingar og hluti af hóp.
Skipulagt hópastarf fer fram frá kl.9:30-10:30 alla daga. Þá vinnur hver hópstjóri með sínum hóp að 6 námssviðum leikskólans; málrækt, myndsköpun, tónlist, hreyfingu, menningu og samfélagi, náttúru og umhverfi. Verkefnin eru skipulögð út frá þroska og aldri hvers barns og því mismunandi milli deilda. Á Læk vinnum við með þemað. Ég sjálfur og fjölskyldan mín sem er fastur liður á hverju hausti. Á Tjörn eru mismunandi þemu, börnin taka þátt í að velja verkefni hverju sinni.
Á föstudögum sameinumst við öll í söngstund í salnum þar sem börnin geta látið ljós sitt skína!