og lausna er leitað og áherslan á ferlið fremur en staðreyndir, enginn niðurstaða er rétt eða röng. Markmið könnunarleiksins er að börnin læri á eigin forsendum án þess að hinn fullorðni skipti sér of mikið af þróuninni. Einnig að hverju barni gefst tækifæri á að rannsaka og komast að niðurstöðu um umhverfi sitt.
Í leikskólanum er sérstök námskrá fyrir elstu börnin. Í námskránni er lögð höfuðáhersla á að efla félagsfærni og sjálfstæði barnanna, enda er það undirstaða frekara náms. Unnið er í gegnum einstaklings- og hópverkefni, vettvangsferðir og umræður svo eitthvað sé nefnt.
Í verkefnum barnanna er lögð áhersla á ýmis krefjandi viðfangsefni, að börnin fullvinni verkefnin sín og læri að vinna saman að sameiginlegu markmiði. Hér á leikskólanum vinnum við eftir bókinni “Markviss málörvun” og leggjum fyrir verkefni úr verkefnamöppu fyrir elstu börnin.
Við erum í góðu samstarfi við einn grunnskóla í hverfinu sem er Vesturbæjarskóli, það er liður í að brúa bilið fyrir börnin á milli leik- og grunnskóla. Farið er í reglulegar heimsóknir í skólann (fjórum sinnum á vetri) og kennarar ásamt börnum koma í heimsókn í leikskólann. Í heimsóknum okkar fá elstu börnin að taka þátt í skólastarfinu með ýmsum hætti t.d að sitja í tíma, fara í leikfimi og á bókasafnið.