Fjölbreytt samfélag á Íslandi endurspeglast í barna, foreldra og starfsmannahópnum. Börnin koma úr ólíkum fjölskyldugerðum og eru af ólíku bergi brotin. Því viljum við rækta með okkur samkennd, vináttu og virðingu hvert fyrir öðru. Við nýtum þau menningarlegu og félagslegu tækifæri sem umhverfið býður upp á og höfum skapað okkur ýmsar hefðir, hátíðir.
Markmið:
Leiðir:
Hér hvílum við í vöggu sögu og menningar Reykjavíkur og stutt í næstu söfn; Listasafn Reykjavíkur og Listasafn Íslands, leikhús, Alþingi, Ráðhúsið, o.fl. Þjóðminjasafnið býður 4ra ára börnum í skipulagðan leiðangur og erum við vel í sveit sett til að skreppa þangað í skoðunarferðir. Við förum reglulega á bókasafnið og börnin læra að nota það.
Mikilvægt er að börnin læri að umgangast náttúruna af virðingu og með opnum huga/athygli. Héðan er stutt að fara í skoðunarferðir því Tjörnin “okkar” er í túninu hjá okkur og umhverfi okkar býður upp á óendanlega möguleika. Hér í göngufæri er m.a. Hljómskálagarðurinn, kirkjugarðurinn, Austurvöllur og Arnarhóll.
Markmið:
- við lærum/(æfum okkur í) að bera virðingu fyrir náttúrunni
- við kynnumst nánasta umhverfi, dýra- og plöntulífi
- sjáum hvernig náttúran breytist í takt við árstíðirnar fjórar; sumar, vetur, vor og haust
Leiðir:
Við förum einu sinni í viku í vettvangsferðir. Í þessum ferðum er vakin athygli á því sem fyrir augu ber og stundum viðum við að okkur efnivið sem við vinnum með í leikskólanum. Fuglalífið á tjörninni er með fjölskrúðugasta móti og því liggur beint við að heimsækja og fræða börnin um fuglana okkar; svanina, gæsirnar og endurnar.
Einnig förum við í fjöruferð þar sem við rýnum í lífríki fjöruborðsins.