Í Öldukoti er lögð áhersla á fjölbreyttan, hollan og fallega fram borinn mat. Allt hráefni er ferskt og sem minnst forunnið. Miðað er við að hafa kjöt, fisk og grænmetisfæði í hverri viku. Með hádegismat er alltaf boðið upp á grænmeti og ávextir eru bornir fram daglega, ýmist með morgunmatnum eða í kaffitíma. Leitast er við að öll matargerð samræmist manneldismarkmiðum (sjá einnig á heimasíðu menntasviðs http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-1505 ).
Starfsfólk eldhúss Öldukots

Sawai Wongphoothorn
Sawai er matráður Öldukots. Hún hóf störf í ágúst 2008 og er í 100% starfi.